VERKIN OKKAR
Uppsteypa á heitri laug og köldum potti
Bláhæð steypti upp heita laug og kaldan pott í samvinnu við Fimmx þar sem Fimmx var aðalverktaki yfir verkinu.
Notast var við svarta steypu og eru bogadregnar línur áberandi í þessu verki.
Uppsteypa í Hafnarfirði
Steypt var viðbygging á tveimur hæðum við einbýlishús í Hafnarfirði.
Tvennar svalir eru á viðbyggingunni ásamt því að þakrenna var steypt í stíl við húsið. Gluggar og hurðir settar í.
Þak- og gluggaskipti í Hafnarfirði
Skipt var um þakklæðningu ásamt því að einangrun og borðaklæðning var endurnýjuð. Loftun við þakkant var bætt ásamt því að nýr kvistur á vesturhlið hússins var stækkaður. Skipt um alla glugga á rishæð. Kvistir klæddir með hvítum álplötum og þak klætt með svörtu bárustáli.
Parketlögn - niðurlímt fiskibeinaparket
Niðurlímt fiskibeinaparket
Rishæð á gistiheimili endurnýjuð
Rishæð sem komin var til ára sinna endurnýjuð að miklu leyti. Loftaklæðning fjarlægð og einangrun endurnýjuð og bætt. Gólffjalir fjarlægðar og timburgólf styrkt og settar spónargólfplötur.
Veggi og loft gifsklædd og gaflveggur klæddur með woodup klæðningu. Gólf parketlögð með vinylparketi.
Uppsteypa á sökkli fyrir raðhús
Uppsteypa á sökkli fyrir raðhús á Reykjanesi. Þriggja íbúða raðhús og heildarfermetrafjöldi um 600 m2.
Útieldhús
Höfum gert nokkur útieldhús í gegnum árin í mismunandi útfærslum.
Sólpallar
Höfum smíðað fjölmarga sólpalla í gegnum árin. Þeir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir.
Elhúsinnrétting og stofuloft
Eldhús og stofurými endurnýjað í Kópavogi þar sem milliveggjum var breytt og ný eldhúsinnrétting sett upp. Loft í stofu tekið niður og til að auka hljóðvist. Notast var við woodup og loftadúk í niðurteknu lofti og komið fyrir óbeinni lýsingu.













































